Elínborg Katla klár í slaginn

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir. Ljósmynd/Árni Þór Grétarsson

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss.

Þrátt fyrir ungan aldur er Elínborg Katla að hefja sinn fjórða vetur í meistaraflokki. Á þeim tíma hefur hún unnið sig upp úr því að vera efnileg upp í að vera ein af markahæstu leikmönnum Selfoss þegar liðið sigraði Grill 66 deildina og tryggði sig í Olísdeildina síðasta vetur.

„Það hefur verið gaman að fylgjast með Elínborgu takast á við aukna ábyrgð og vaxa með hlutverki sínu. Við erum glöð að fá að sjá hana taka næstu skref sem hluti af gríðarlega spennandi liði Selfoss í Olísdeildinni í vetur,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinD-listinn vill áfram loftborið hús
Næsta greinSpennt að sjá hvort breytingin skili betri líðan og ríkulegri uppskeru