Elín Krista áfram á Selfossi

Elín Krista Sigurðardóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Elín Krista Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Elín, sem er örvhent skytta, er aðeins 19 ára gömul og mjög efnilegur leikmaður. Hún var lykilmaður í liði meistaraflokks kvenna á síðustu leiktíð en þá var liðið aðeins hársbreidd frá því að komast upp úr Grill 66 deildinni.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni er þessum tíðindum fagnað og sagt að spennandi verði að fylgjast með meistaraflokki kvenna næsta vetur.

Fyrri greinÆgismenn töpuðu heima
Næsta greinHæfileikabúntið Eyþór Ingi á Hótel Selfossi