Elías Örn í Árborg

Markvörðurinn Elías Örn Einarsson hefur verið lánaður frá Selfossi til Knattspyrnufélags Árborgar og mun leika með liðinu í 3. deildinni í sumar.

Elías er reynslumikill markvörður og hefur hann leikið 175 mótsleiki fyrir Selfoss frá árinu 2001. Síðustu þrjú tímabil hefur hann verið varamarkvörður Selfyssinga.

„Það er gríðarlegur fengur fyrir okkur að fá Elías í hópinn. Hann kemur með mikla reynslu og yfirvegun inn í vörnina hjá okkur,“ sagði Guðmundur Garðar Sigfússon, þjálfari Árborgar, í samtali við sunnlenska.is.

Árborg leikur sinn síðasta leik í Lengjubikarnum á morgun kl. 14, gegn Þrótti Vogum á Selfossvelli. Með sigri á liðið möguleika á að komast í úrslitakeppni C-deildar Lengjubikarsins.

Fyrri greinMenningarnefnd fagnar gróskunni
Næsta greinAllri mjólk pakkað á Selfossi