Elfar Ísak heim í Selfoss

Elfar Ísak Halldórsson. Ljósmynd/Selfoss

Knattspyrnumaðurinn Elfar Ísak Halldórsson er genginn aftur í raðir Selfyssinga eftir að hafa spilað með Ægi í Þorlákshöfn síðustu tvö tímabil.

Hann spilaði sex leiki með Ægismönnum í 3. deildinni á síðasta tímabili og jafn marga árið áður í 4. deildinni.

Elfar, sem er fæddur árið 2002, er miðvörður og mun endurkoma hans í uppeldisfélagið koma til með að auka breiddina í varnarlínu Selfoss í sumar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinFéll af vinnupalli niður á steingólf
Næsta greinBifreið hvarf af vettvangi slyss