Eldfljót frá Hellu til Hvolsvallar

Þau voru ekki mörg sem lögðu af stað frá Hellu í Tour de Hvolsvöllur keppninni á laugardag en þau létu sitt ekki eftir liggja og voru alveg eldfljót að hjóla til Hvolsvallar.

Krakkarnir koma öll úr Rangárþingi eystra en þetta voru þau, Bjarki Hafberg Guðmundsson frá Vorsabæ og Unnur Þöll, Daníel Anton og Benedikt Óskar Benediktsbörn frá Hvolsvelli.

Bjarki Hafberg kom fyrstur í mark og Unnur Þöll kom stuttu síðar þjótandi yfir marklínuna. Daníel Anton og Benedikt komu svo í samfloti og kláruðu þau því öll keppnina.

Fyrri greinFriðartré gróðursett við Þjórsárskóla
Næsta greinRáfaði um í óminnisástandi