Ekki bara blóm í Hveragerði

Skokkhópur Hamars ætlar að efna til fjögurra viðburða í sumar þar á meðal þríþraut og utanvegahlaupum.

Þann 27. maí, hvítasunnudag kl.13, verður Snerpu-Þríþraut. Þrautin er haldin á vegum Sunddeildar og Skokkhóps Hamars. Þar verður synt verður 750 metrar, hjólað 20 km. og hlaupið 10 km.

Laugardaginn 2. júní verður Grafningshlaupið. Þetta er þekktur hringur um Grafninginn til og frá Úlfljótsskála um 25 km. leið. Skemmtilegt hlaup í fallegri náttúru sem er hluti af 66°N Hlauparöðinni.

Sunnudaginn 17. júní verður Hamarshlaupið sem er haldið annað sinn. Hlaupið er frá Lystigarðinum í Hveragerði um Hamarinn og inn Reykjadal upp á Öldkelduháls og til baka um 25 km. leið. Hlaupið er einnig hluti af 66°N Hlauparöðinni.

Laugardaginn 28. júlí verður Hengils-hlaupið, en þetta verður í fyrsta skipti sem það er haldið. Þetta er um 80 km. utanvegahlaup. Farið verður frá Hveragerði um Gufudal upp á Álút og niður Grafning að Litla Hálsi, yfir að Sogni. Inn með Reykjafjalli að Rjúpnabrekkum. Eftir það er haldið inn á Hengilssvæði, inn Reykjadal um Innstadal, niður í Sleggjubeinsskarð, uppá Vörðu-Skeggja og til baka niður Reykjadalinn en hlaupið endar í Lystigarðinum við Varmárfoss í Hveragerði!

Nánar um leiðir, verð og fyrirkomulag skráningar á www.hlaup.is sem og á síðu Skokkhóps Hamars www.hamarsskokk.wordpress.com

Fyrri grein1000 andlit MS – með spelku á fæti
Næsta greinUndirbúa Bandaríkjaferð