„Ekki að falla með okkur“

„Ég er mjög súr að hafa tapað. Mér fannst framlag leikmanna meira í dag en í síðasta leik,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, eftir leikinn í dag.

„Við fengum nokkur færi en náðum ekki að nýta þau. Þeir fá eitt eða tvö færi og skora tvö mörk. Annars vegar mark eftir fyrirgjöf og misskilning í vörninni og svo vítið,“ sagði Logi sem reyndi þó að lýta á það jákvæða í leik Selfoss.

„Mér fannst við síst lakara liðið. Ég var ánægður með framlag leikmanna, en þetta var bara ekki að falla með okkur,“ sagði Logi að lokum.