Ekkert ákveðið með framtíðina

Norðmaðurinn Endre Ove Brenne hefur spilað stórt hlutverk í Selfossliðinu í knattspyrnu síðustu tvö ár, en á þessari stundu er ekkert ákveðið hvar hann mun spila á næsta ári.

Í ítarlegu viðtali við Sunnlenska fréttablaðið tjáir Endre sig m.a. um rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leiknum gegn ÍA.

„Það var skammarlegt fyrir mig að klára tímabilið þannig og mér leið hræðilega,“ segir Endre. „Það var mjög pirrandi hversu illa gekk og mér fannst það svo leiðinlegt því ég elska þetta félag.“

Hann segir einnig frá því að hann muni pottþétt koma aftur til Íslands. Ein af ástæðunum fyrir því er að hann á íbúð í Kópvogi sem hann leigir út.

Hann segist hafa keypt hana vegna þess að það er góð fjárfesting, en það var önnur ástæða fyrir kaupunum. „Þá á ég íbúð þegar ég finn íslensku stelpuna mína og flyt inn með henni.“

Viðtalið við Endre í heild sinni er að finna í Sunnlenska fréttablaðið.

Fyrri greinKattasamsærið kynnt í kvöld
Næsta greinTekur þetta á næsta stig