Eitt mark í botnslagnum

Brynhildur Sif Viktorsdóttir í leik með Hamri í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar fékk Einherja í heimsókn í botnslag 2. deildar kvenna í knattspyrnu í dag.

Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum skoraði Yoana Peralta fyrir Einherja. Þetta reyndist eina mark leiksins, svo að lokatölur urðu 0-1.

Hamar er áfram í 11. sæti deildarinnar með 4 stig en Einherji er í 9. sætinu með 9 stig.

Fyrri greinHlakka til framhaldsins í heimabænum
Næsta greinGul viðvörun: Rok og rigning