Eitt mark dugði Þrótturum

Selfyssingar gengu svekktir af velli eftir 0-1 tap gegn spræku liði Þróttar í Inkasso-deild karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og bæði lið fengu hálffæri sem hefði getað nýst betur. Glæsilegustu tilþrif leiksins átti Kenan Turudija sem var nálægt því að skora úr hjólhestaspyrnu á 26. mínútu.

Fyrri hálfleikur var markalaus en þegar rúmt korter var liðið af seinni hálfleik skoruðu Þróttarar eftir misheppnaða hreinsun í vörn Selfoss. Þróttarar voru meira með boltann í kjölfarið og Selfyssingar náðu aldrei að svara almennilega fyrir sig. Lokatölur 0-1.

Eftir leikinn er Selfoss í 9. sæti deildarinnar með 7 stig en Þróttarar eru með 10 stig í 7. sæti.

Fyrri greinAldraðir ferðamenn slösuðust í bílveltu
Næsta greinÁrborgarar einir á toppnum