Einvígið gegn Fjölni hefst á laugardag

Máté Dalmay, þjálfari Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Búið er að raða niður leikjunum í einvígi Hamars og Fjölnis í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Leikur 1 verður í Dalhúsum í Grafarvogi kl. 18:00 laugardaginn 6. apríl en fyrsti heimaleikur Hamars verður þriðjudaginn 9. apríl kl. 19:15.

Leikjaniðurröðunin er þessi:
Leikur 1 – 5. apríl kl. 18:00 Fjölnir-Hamar
Leikur 2 – 9. apríl kl. 19:15 Hamar-Fjölnir
Leikur 3 – 12. apríl kl. 19:15 Fjölnir-Hamar
Leikur 4 – 15. apríl kl. 19:15 Hamar-Fjölnir EF ÞARF
Leikur 5 – 17. apríl kl. 19:15 Fjölnir-Hamar EF ÞARF

 Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í Domino´s deild karla á næsta keppnistímabili.

Fyrri greinAtli ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs
Næsta greinSelfoss vann Gróttu en Haukar hirtu titilinn