Einvígi Þórs og Grindavíkur hefst á mánudag

Þór Þorlákshöfn mætir Grindavík í sannkölluðum Suðurstrandarslag í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Leikur 1 er í Grindavík á mánudag.

Þórsarar unnu báðar viðureignir liðanna í Iceland Express-deildinni í vetur en úrslitakeppnin er nýtt mót þar sem allt getur gerst.

Leikjaplanið í úrslitarimmunni er eftirfarandi:

1 leikur 23. apríl kl. 19.15 Grindavík-Þór

2 leikur 26. apríl kl. 19.15 Þór-Grindavík

3 leikur 29. apríl kl. 19.15 Grindavík-Þór

4 leikur 2. maí ef þarf kl. 19.15 Þór-Grindavík

5 leikur 4. maí ef þarf kl. 19.15 Grindavík-Þór