Einvígið hefst 5. apríl

Úrslitaeinvígi Hamars og Breiðabliks í 1. deild karla í körfubolta hefst þann 5. apríl næstkomandi.

Hamar á heimaleikjaréttinn þannig að fyrsti leikurinn verður í Hveragerði. Leikur tvö verður í Kórnum í Kópavogi 8. apríl og leikur þrjú í Hveragerði 11. apríl.

Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Ef þörf er á verður leikur fjögur í Kópavogi föstudaginn 13. apríl og oddaleikur í Hveragerði mánudaginn 16. apríl.

Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Fyrri greinGrétar Ingi og Daði Már fengu verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni
Næsta greinÁlfheiður efst hjá Pírötum – Bjóða fram með Viðreisn