Eins marks sigur á Hornafirði

Kvennalið Selfoss vann 0-1 sigur á Sindra á Hornafirði þegar liðin mættust í B-riðli 1. deildar kvenna í kvöld.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir strax á 11. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

Selfossliðið var með boltann nánast allan leikinn en hugmyndaflugið var lítið í sóknarleiknum og fátt um færi. Sindraliðið pakkaði í vörn og varðist vel en Dagný Pálsdóttir, markvörður Selfoss, átti virkilega náðugan dag milli stanganna.