Einn efnilegasti markvörður landsins lánaður á Selfoss

Grétar Ari Guðjónsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss. Grétar Ari kemur til Selfoss frá Haukum þar sem hann hefur verið varamarkmaður í meistaraflokki í vetur.

Hann lék þó stórt hlut­verk þegar Hauk­ar höfðu bet­ur gegn Aft­ur­eld­ingu í úr­slita­ein­vígi liðanna um Íslands­meist­ara­titil­inn.

Grétar hefur verið aðalmarkmaður U20 ára landsliðsins í síðustu verkefnum og er klárlega einn efnilegasti markmaður landsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem handknattleiksdeild Selfoss sendi frá sér laust eftir miðnætti í nótt.