Einar Ottó, Babacar og Guðmunda best

Guðmunda Brynja Óladóttir, Einar Ottó Antonsson og Babacar Sarr voru útnefnd leikmenn ársins hjá knattspyrnudeild Umf. Selfoss á lokahófi deildarinnar í Hvítahúsinu í gærkvöldi.

Hjá konunum var Guðmunda best og markahæst, Guðrún Arnardóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Franziska Pálsdóttir fékk verðlaun fyrir framfarir og ástundun.

Einar Ottó og Babacar voru jafnir í valinu um besta leikmann karlaliðsins. Jón Daði Böðvarsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn en hann fékk einnig verðlaunin Skjálftaleikmaður ársins. Viðar Örn Kjartansson var markakóngur liðsins og Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk verðlaun fyrir framfarir og ástundun.

Sævar Þór Gíslason og Svava Svavarsdóttir fengu Guðjónsbikarinn fyrir mikilvgæt framlag til félagsins og jákvæðni innan vallar sem utan.