Einar og Magnús Már í U21 æfingahóp

Selfyssingar eiga tvo fulltrúa í æfingahóp U21 árs landsliðs karla í handbolta sem æfa mun núna um mánaðamótin. Þetta eru þeir Einar Sverrisson og Magnús Már Magnússon.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar hafa verið valdir til æfinga, en Einar fór einnig með liðinu til Tyrklands á EM fyrr á árinu.

Hópurinn kemur saman til æfinga í dag og æfir til 4. nóvember.