Einar og Glóðafeykir sigruðu í B-flokki

Einar Öder Magnússon og Glóðafeykir frá Halakoti sigruðu eftir gríðarlega harða keppni í B-flokki gæðinga á landsmóti hestamanna í Víðidal.

Einar og Glóðafeykir fengu 9,0 í einkunn en Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson enduðu í 2. sæti með einungis 0,03 lægra, 8,97.

Keppnin í B-flokki var mjög spennandi og hart barist um efsta sætið. Hrímnir og Guðmundur voru efstir eftir hægt tölt og brokk, rétt á undan Einar og Glóðafeyki.

Lokaúrslit:
1. Glóðafeykir frá Halakoti, Einar Öder Magnússon – 9,0
2. Hrímnir frá Ósi, Guðmundur Björgvinsson – 8,97
3. Loki frá Selfossi, Sigurður Sigurðarson – 8,95
4. Eldjárn frá Tjaldhólum, Halldór Guðjónsson – 8,77
5. Sveigur frá Varmadal, Hulda Gústafsdóttir – 8,72
6. Freyðir frá Leysingjastöðum, Ísólfur Líndal Þórisson – 8,70
7. Álfur frá Selfossi, Christina Lund – 8,67
8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1, Viðar Ingólfsson – 8,48