Einar missir af upphafi Íslandsmótsins

Einar Sverrisson, stórskytta Selfyssinga, mun missa af fyrstu leikjunum í 1. deild Íslandsmótsins í handbolta en hann fór í aðgerð á báðum fótum í gær.

Þar var himna utan um kálfavöðva fjarlægð en Einar hefur glímt við þráláta verki í fótum undanfarin ár og í samtali við sunnlenska.is sagði Einar að þetta ætti sérstaklega við í upphafi æfinga á haustin en verkirnir virðast vera álagstengdir.

Íslandsmótið í 1. deild hefst föstudaginn 20. september þegar Selfyssingar heimsækja Fylki. Einar verður frá æfingum og keppni næstu 4-6 vikur og missir því líklega einnig af næstu leikjum þar á eftir, gegn Gróttu og Víkingum.

Fyrri greinHilmar fékk birkitré í kveðjugjöf
Næsta greinTvær sunnlenskar áhafnir í Rally Reykjavík