Einar með 20 ára liðinu í Noregi

Einar Sverrisson, leikmaður handknattleiksliðs Selfoss, var valinn í 20 ára landslið Íslands sem leikur í Noregi um helgina.

Einar fór til Noregs í gær ásamt félögum sínum í liðinu og leikur liðið þar þrjá leiki á Opna Evrópumótinu. Liðið er skipað leikmönnum fæddum 1992 og 1993.

Ísland leikur gegn Noregi í kvöld kl. 19, Svíþjóð kl. 12:30 á morgun og Tékklandi kl. 10:00 á sunnudag.