Einar Breki semur til þriggja ára

Einar Breki Sverrisson. Ljósmynd/Selfoss

Bakvörðurinn knái Einar Breki Sverrisson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild Selfoss en sá nær til næstu þriggja ára.

Einar er Selfyssingur í húð og hár og hefur æft og spilað hér upp alla yngri flokka félagsins. Hann var hluti af og spilaði stórt hlutverk í liði 3. flokks Selfoss sem varð bikarmeistari sumarið 2021.

Í allan vetur hefur Einar æft og spilað æfingaleiki með meistaraflokki Selfoss og staðið sig vel.

Fyrri greinNær allir vegir í Árnessýslu á óvissustigi
Næsta greinHellisheiðin og Þrengslin lokuð