Einar bauð til veislu fyrir vestan

Einar Sverrisson var markahæstur með 8/2 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar fóru landleiðina vestur á Firði í dag og spiluðu áður frestaðan leik við Hörð á Ísafirði í Olísdeild karla í handbolta.

Leikurinn var jafn fyrsta korterið en þá sigu Selfyssingar framúr og leiddu 13-16 í hálfleik. Hörður jafnaði 18-18 í upphafi seinni hálfleiks en þá kom frábær kafli hjá Selfyssingum sem juku forskotið í sex mörk, 23-29. Þó að Hörður hafi nálgast aftur á lokakaflanum var sigur Selfyssinga öruggur þegar upp var staðið en lokatölur urðu 32-35.

Sóknarleikurinn Selfoss í kvöld var algjör veisla fyrir Einar Sverrisson, sem var óstöðvandi og skoraði 13 mörk, Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 5, Elvar Elí Hallgrímsson, Richard Sæþór Sigurðsson, Ísak Gústafsson og Guðjón Baldur Ómarsson voru allir með 4 og Sölvi Svavarsson skoraði 1.

Vilius Rasimas varði 14 skot í markinu hjá Selfyssingum og Jón Þórarinn Þorsteinsson 3.

Selfyssingar eru nú í 6. sæti deildarinnar með 5 stig en Hörður er án stiga á botninum.

Fyrri greinSelfyssingar kveðja Tokic
Næsta greinMenningarganga í fyrsta sinn í Árborg