Einar Baldvin í Selfoss

Einar Baldvin ásamt Þóri Haraldssyni formanni deildarinnar. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Markmaðurinn efnilegi Einar Baldvin Baldvinsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss.

Einar Baldvin kemur til Selfoss frá Val þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðustu tvö ár.  Hann gekki í raðir Valsmanna vorið 2017 frá Víking þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.

Einar Baldvin hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, enda einn efnilegasti markmaður landsins og segjast Selfyssingar í fréttatilkynningu hlakka til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmann.

Fyrri greinBæjarstjórn hefur áhyggjur af umferðarmálum í Öræfum
Næsta greinBrynjólfur með bæði mörk Hamars