Einar Árni tekur við Þórsurum

Einar Árni Jóhannsson skrifaði í dag undir samning til þriggja ára sem þjálfari meistaraflokks Þórs í Þorlákshöfn. E

Greint er frá þessu á Facebooksíðu Þórs þar sem Þórsarar segja það ánægjulegt að hafa fengið Einar Árna í sínar herbúðir. Hann tek­ur við liðinu af Bene­dikt Guðmunds­syni sem stýrt hef­ur liðinu með góðum ár­angri und­an­far­in fimm ár.

„Einar Árni er frábær þjálfari sem hefur þjálfað í Njarðvík undanfarin ár bæði meistaraflokk og nú síðast sem yfirþjálfari yngri flokka. Einnig hefur hann þjálfað yngri landslið KKÍ,“ segir á Facebooksíðunni.

Samhliða ráðningu Einars Árna hefur verið samið við heimamenn í meistaraflokksliði Þórs. Baldur Þór Ragnarsson var ráðinn sem styrktarþjálfari og aðstoðarþjálfari meistaraflokks. En einnig eru Grétar Ingi Erlendsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Emil Karel Einarsson tilbúnir í slaginn næsta vetur auk þess sem leikmenn í drengja- og unglingaflokki munu styrkja liðið.

Fyrri greinEyvindur Hrannar leikmaður ársins
Næsta grein„Fuglaplágan setur allt í rúst“