Einar Andri í Árborg

Knattspyrnufélag Árborgar hefur fengið markvörðinn Einar Andra Einarsson að láni frá KR.

Einar Andri er 20 ára gamall og hefur verið þriðji markvörður KR-inga í sumar. Hann hefur tvisvar verið í leikmannahópi KR í Pepsi-deildinni á þessu keppnistímabili, auk þess sem hann lék með liðinu í deildarbikarnum í vor.

Hann gekk uppúr 2. flokki sl. haust og var hluti af Íslandsmeistaraliði KR í 2. flokki á síðasta keppnistímabili.

Árborg hefur fengið fleiri leikmenn frá því félagaskiptaglugginn opnaði en Brynjar Þór Elvarsson og Hartmann Antonsson léku með liðinu gegn Birninum í fyrsta skipti í gær. Báðir eru þeir uppaldir Selfyssingar en Brynjar kom frá KFR og Hartmann frá Hamri.

Fyrri greinHjalti og Hlynur á einu yfir pari
Næsta greinKFG lagði KFR