Egill tapaði gegn sterkum Slóvaka

Egill á gólfinu á Smáþjóðaleikunum í vor. Ljósmynd/ÍSÍ

Selfyssingurinn Egill Blöndal keppti á heimsmeistaramótinu í júdó í Japan í fyrrinótt þar sem hann mætti Slóvakanum Peter Zilka í 2. umferð, eftir að hafa setið hjá í 1. umferð.

Zilka er gríðarlega öflugur júdómaður í 37. sæti heimslistans. Egill stóð sig vel í glímunni þó hann hafi þurft að láta í minni pokann.

Þrátt fyrir að hafa ekki komist lengra á mótinu er það stórkostlegur árangur hjá Agli að hafa öðlast keppnisrétt á heimsmeistaramótinu þar sem allir sterkustu júdómenn heims eru mættir.

Glímu Egils og Zilka má sjá hér að neðan.

Fyrri greinAuglýst eftir myndum fyrir sýningu í Þorlákshöfn
Næsta greinÞrjú HSK met í Reykjavíkurmaraþoninu