Egill tapaði gegn heimsmeistaranum

Egill Blöndal, Umf. Selfoss, vann sína fyrstu glímu á heimsmeistaramóti þegar hann mætti Pakistananum Qaisar Khan á HM í Baku í Azerbaijan fyrr í vikunni.

Egill, sem keppir í 90 kg flokki, var vel stemmdur gegn Khan og stjórnaði viðureigninni frá upphafi. Glíman endaði í gólfinu þar sem Egill komst í góða stöðu og náði armlás á Khan sem gafst þá upp.

Næsti andstæðingur Egils var Spánverjinn Nikoloz Sherazadishvili sem er í þriðja sæti heimslistans. Þar mætti Egill ofjarli sínum og tapaði eftir tæpar tvær mínútur og féll úr keppni. Sherazadishvili varð heimsmeistari síðar um daginn.

Hér að ofan má sjá glæsilega sigurglímu Egils gegn Khan.

Fyrri greinBleika slaufan afhjúpuð á Selfossi
Næsta greinStjórn SASS vill sjúkraþyrlu á Suðurland