Egill og Þór með verðlaun á Smáþjóðaleikunum

Egill á gólfinu á Smáþjóðaleikunum í vor. Ljósmynd/ÍSÍ

Egill Blöndal, Umf. Selfoss, vann til silfurverðlauna í -90 kg flokki í júdó á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag.

Egill beið lægri hlut í spennandi úrslitaglímu gegn Raphael Schwendinger frá Liechtenstein. Egill var sókndjarfur alla glímuna og leiddi hana en þegar 24 sekúndur voru eftir jafnaði andstæðingur hans og fór glíman í gullskor. Þar hafði Schwendinger betur og því voru það silfurverðlaunin sem féllu til Egils að þessu sinni. 

Þór Davíðsson stóð sig sömuleiðis vel og vann til bronsverðlauna í -100 kg flokki.

Nú verður hvílt í einn dag og svo keppt í liðakeppni í júdó á fimmtudaginn.

Fyrri greinSjö Selfyssingar í æfingahópi landsliðsins
Næsta greinÁrborg verður heilsueflandi samfélag