Egill og Fannar á leið á NM

Egill Blöndal og Fannar Þór Júlíusson. Ljósmynd/Aðsend

Egill Blöndal og Fannar Þór Júlíusson, júdódeild Umf. Selfoss, hafa verið valdir í landsliðshóp Íslands fyrir Norðurlandamótið í júdó sem haldið verður í Drammen í Noregi 13.-14. maí næstkomandi.

Þetta verður fyrsta Norðurlandamót Fannars, sem er aðeins 15 ára gamall, en hann mun keppa í U18 og U21 aldursflokki.

Þeir félagarnir mæta vel undirbúnir til leiks en landsliðshópur Íslands hefur nýlokið æfingabúðum til að undirbúa sig fyrir mótið.

Fyrri greinHamar sá á bak titlinum
Næsta greinBjartmar á vortónleikum Karlakórs Hveragerðis