Egill Norðurlandameistari

Júdókappinn Egill Blöndal, Umf. Selfoss, tryggði sér Norðurlandameistaratitil á NM í júdó sem fram fór í Vejle í Danmörku um síðustu helgi.

Egill glímdi þrjár glímur og vann tvær örugglega eða aðra á 1,08 mín og hina á 52 sek en sú þriðja tapaðist á 7 stigum. Þetta dugði þó Agli þar sem hann var með flest stigin úr þessum viðureignum og titillinn var því hans.

Árangur Egils var sérlega glæsilegur og vann hann eina Norðurlandameistaratitil Íslendinga þetta árið.

Frá Danmörku hélt Egill á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg ásamt landsliðinu í júdó þar sem hann keppti í gær. Egill fékk þar erfitt hlutverk, að keppa einum flokki upp fyrir sig eða -100kg og þar að auki í fullorðins flokki, en Egill er aðeins 16 ára. Það fór svo að Egill tapaði öllum sínum glímum og varð í 5. sæti í flokknum.

Fyrri greinTæpt hjá Stokkseyri gegn Afríku
Næsta greinIngveldur ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga