Egill með silfur á Danish Open

Fimm keppendur frá júdódeild Selfoss kepptu á Danish Open 2018 í Vejle í Danmörku um helgina. Selfyssingarnir stóður sig frábærlega og unnu til fernra verðlauna.

Egill Blöndal keppti um gullverðlaun í -90 kg flokki og varð að játa sig sigraðan eftir 10 mínútna viðureign við heimamann sem naut þess að vera að keppa á heimavelli.

Breki Bernharðsson náði þriðja sæti í opnum flokki karla sem er frábær árangur, ekki síst þar sem Breki keppir öllu jöfnu í -81 kg flokki og hann því mjög léttur fyrir þennan flokk.

Vinirnir Grímur Ívarsson og Úlfur Þór Böðvarsson stóðu sig vel að vanda og náðu báðir þriðja sæti í sínum flokkum.

Síðast ekki síst keppti Hrafn Arnarsson á sínu fyrsta stórmóti erlendis og keppti í flokki U18 ára og U21 árs. Hann stóð sig vel en náði ekki sigrum í þetta sinn enda að keppa við sér eldri og reyndari keppnismenn en Hrafn er aðeins 16 ára og er framtíðin björt hjá honum.

Fyrri greinÖkumenn þræta við björgunar-sveitarmenn
Næsta greinByggðarþróun í Árborg