Egill keppti á Evrópu-meistaramóti juniora

Júdómaðurinn Egill Blöndal, Umf. Selfoss, keppti um síðustu helgi á Evrópumeistaramóti juniora, 21 árs og yngri, gríðarsterku móti í Oberwart í Austurríki.

Keppendur voru fjölmargir eða 396 frá 41 þjóð og meðal keppenda voru verðlaunahafar frá stórmótum fullorðina.

Í fyrstu umferð mætti Egill keppanda frá Austurríki sem hann gerði sér lítið fyrir og vann á ippon með armlás. Í annari umferð varð hann að játa sig sigraðan gegn keppanda frá Rússlandi sem er margverðlaunaður á stórmótum um allan heim og lenti í þriðja sæti á þessu Evrópumeistaramóti. Egill komst ekki áfram í þriðju umferð.

Mótið fer í reynslubankann og mætir hann sterkari á þetta mót á næsta ári.

Fyrri greinEkið á hjólandi barn á gangbraut
Næsta greinVel heppnuð endurgerð í Múlakoti