Egill keppir á sterkasta móti ársins

Selfyssingurinn Egill Blöndal, tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó árið 2017, er á leið á sterkasta mót ársins í bardagaíþróttum, Tokyo Grand Slam 2017.

Mótið fer fram í Tokyo í Japan um næstu helgi og mun Egill keppa á sunnudeginum 3. desember í -90 kg þyngdarflokki.

Þá fer hann í framhaldinu eftir helgina æfingabúðir með sterkustu bardagamönnum heims, Japansmeisturum, Ólympíumeisturum og Heimsmeisturum.

Garðar Skaptason þjálfari hjá Umf. Selfoss fer með Agli til Tokyo.

Fyrri greinDróni truflaði þyrluna við björgunarstörf
Næsta greinTólf HSK met sett á Silfurleikum ÍR