Egill Jónsson í Selfoss

KR-ingurinn Egill Jónsson er kominn með leikheimild með Selfyssingum og verður í leikmannahópi liðsins gegn Val í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Egill er 21 árs gamall miðjumaður sem hefur spilað sjö leiki fyrir lið KR í Pepsi-deildinni í sumar auk eins bikarleiks. Hann verður lánsmaður hjá Selfoss út tímabilið.

Hann hefur leikið einn leik með U21 árs landsliði Íslands og á einnig að baki tvo U17 leiki.

Egill er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Selfoss í vikunni því áður hafði liðið fengið norska bakvörðinn Markus Hermo frá Byåsen og miðvörðinn Hafþór Þrastarson frá FH á láni.