Egill Atlason Waagfjörð, Umf. Kötlu, var útnefndur íþróttamaður ársins 2024 hjá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu. 55. ársþing USVS fór fram á Hótel Kötlu í lok apríl.
Auk Egils voru tilnefnd í kjörinu þau Ásgeir Örn Sverrisson, Umf. ÁS, Daníel Smári Björnsson, Umf. ÁS, Kristín Lárusdóttir, Hestamannafélaginu Kópi, Sigurður Gísli Sverrisson, Umf. ÁS og Vilborg Smáradóttir Hestamannafélaginu Sindra.
Ingólfur Atlason Waagfjörð, Umf. Kötlu, var útnefndur efnilegasti íþróttamaðurinn og Petra Kristín Kristinsdóttir, Hestamannafélaginu Sindra, var valin sjálfboðaliði ársins.
Þingið var vel sótt og starfsamt. Breyting var á forystu sambandsins en Sunna Wiium tók við sem formaður USVS af Erlu Þóreyju Ólafsdóttur. Erla hafði verið formaður í eitt ár en var áður framkvæmdastjóri félagsins.