Egill Eiríksson í Selfoss

Egill Eiríksson hefur skrifað undir lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss. Egill er uppalinn hjá Haukum og verður lánaður austur fyrir fjall þangað til í vor.

Egill varð deildar- og bikarmeistari með Haukum síðastliðið vor ásamt því að verða deildarmeistari með liðinu vorið 2013.

Selfyssingar eru í hörku baráttu um sæti í efstu deild en næsti leikur liðsins er á heimavelli á fimmtudagskvöld þegar ÍH kemur í heimsókn.

Fyrri greinGylfi ráðinn kennslustjóri – þrjátíu fangar í námi
Næsta greinÓkeypis kynningartími í Jóga Nídra