Egill Blöndal Íþróttamaður HSK 2017

Júdómaðurinn Egill Blöndal var valinn Íþróttamaður HSK 2017 en verðlaunin voru veitt á Héraðsþingi HSK í Þorlákshöfn í dag.

Fimm manna valnefnd kaus íþróttamann HSK úr röðum þeirra sem tilnefndir voru af nefndum og ráðum sambandsins.

Egill hefur lagt gríðarlega mikið á sig við æfingar og keppni, jafnt innanlands sem erlendis á undanförnu ári. Hann vann til verðlauna á öllum mótum innanlands og toppaði á Íslandsmótinu þar sem hann varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki og opnum flokki. Hann endaði í öðru sæti á Norðurlandamótinu í Svíþjóð, keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum og var eini keppandi Íslands á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi. Hann var í verðlaunasæti á Holstein Open og Welsh Open og keppti svo í nóvember á Tokyo Grand Slam, einu sterkasta móti heims.

Egill hefur verið þjálfari hjá júdódeildinni á Selfossi undanfarin ár og sinnt því með miklum sóma auk þess að leggja gríðarlega mikið á sig við æfingar og er öðrum iðkendum deildarinnar mjög góð fyrirmynd.

Auk Egils voru tilnefnd:
Akstursíþróttamaður HSK 2017: Ragnar Skúlason, Torfæruklúbbi Suðurlands.
Badmintonmaður HSK 2017: Axel Örn Sæmundsson, Umf. Þór.
Blakmaður HSK 2017: Hilmar Sigurjónsson, Íþróttafélaginu Hamri.
Briddsmaður HSK 2017: Björn Snorrason, Umf. Selfoss.
Frjálsíþróttamaður HSK 2017: Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Selfoss.
Golfmaður HSK 2017: Fannar Ingi Steingrímsson, Golfklúbbi Hveragerðis.
Glímumaður HSK 2017: Marín Laufey Davíðsdóttir Umf. Þjótanda.
Handkattleiksmaður HSK 2017: Perla Ruth Albertsdóttir, Umf. Selfoss
Hestaíþróttamaður HSK 2017: Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Hestamannafélaginu Geysi.
Íþróttamaður fatlaðra 2017: Hulda Sigurjónsdóttir, Íþróttafélaginu Suðra.
Knattspyrnumaður HSK 2017: Kristrún Rut Antonsdóttir, Umf. Selfoss.
Kraftlyftingamaður HSK 2017: Rósa Birgisdóttir, Umf. Stokkseyrar.
Körfuknattleiksmaður HSK 2017: Halldór Garðar Hermannsson, Umf. Þór.
Lyftingamaður HSK 2017: Björgvin Karl Guðmundsson, Lyftingafélagið Hengill.
Mótorkrossmaður HSK 2017: Gyða Dögg Heiðarsdóttir, Umf. Selfoss.
Skákmaður HSK 2017: Björgvin Smári Guðmundsson, Umf. Heklu.
Skotíþróttamaður HSK 2017: Hákon Þór Svavarsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands.
Starfsíþróttamaður HSK 2017: Hjördís Þorsteinsdóttir, Umf. Selfoss.
Taekwondomaður HSK 2017: Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Umf. Selfoss.

Meðal annarra verðlauna sem veitt voru á þinginu fékk Umf. Selfoss bikar sem stigahæsta félag í heildarstigakeppni HSK, frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss fékk unglingabikar HSK, fimleikadeild Hamars fékk foreldrastarfsbikarinn og Kjartan Kjartansson, Hamri, var öðlingur ársins.