Egill þriðji á Opna sænska

Selfyssingurinn Egill Blöndal varð í þriðja sæti í -90 kg flokki á Opna sænska meistaramótinu í júdó sem fram fór í Stokkhólmi um helgina.

Mótið er eitt sterkasta júdómót sem unglingalandslið Íslands keppir á en um 350 keppendur kepptu að þessu sinni frá 8 löndum.

Egill, sem er 18 ára, glímdi mjög vel á mótinu en hann sigraði í þremur af fjórum viðureignum sínum. Í sigurglímunum lagði hann andstæðinga sína alla á ippon.

Fyrri greinVarað við kröppum lægðum
Næsta greinÍbúafundur í Árnesi í kvöld