„Ég er ótrúlega ánægður með þær“

Brynja Valgeirsdóttir hreinsar frá marki Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur á FH á heimavelli.

„Okk­ar stúlk­ur voru af­burðagóðar í fyrri hálfleik en áttu aðeins erfitt upp­drátt­ar í seinni hálfleik. Við gáf­um hins veg­ar ekki mörg færi á okk­ur. Við sýnd­um fína liðsheild og ég er ótrú­lega ánægður með þær. Við fögn­um í kvöld og erum ánægð að vera kom­in með þrjá punkta á töfl­una,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik.

Selfyssingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Eva Lind Elíasdóttir náði að skora tvívegis, á 9. og 37. mínútu. Annars var fátt um færi í leiknum sem einkenndist af baráttu á miðjunni og þar höfðu Selfyssingar yfirhöndina.

Eva Lind lagði svo upp þriðja markið á 70. mínútu fyrir skólasystur sína úr Kansasháskólanum, Sophie Maierhofer. FH minnkaði muninn á 87. mínútu með marki úr aukaspyrnu en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir potaði inn fjórða marki Selfoss á virkilega snyrtilegan hátt í uppbótartímanum og reyndist það síðasta snerting leiksins.

Selfoss er með 3 stig í 9. sæti deildarinnar. Þrjú önnur lið hafa þrjú stig en Selfoss er með lakasta markahlutfallið.

Fyrri greinSæbjörg Lára: Þitt atkvæði skiptir máli!
Næsta greinÁlfheiður: Málefni fatlaðra í Árborg