Efnilegir Rangæingar í Selfoss

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu samdi í vikunni við tvær efnilegar knattspyrnukonur frá Hvolsvelli, Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur og Hrafnhildi Hauksdóttur.

Báðar skrifuðu þær undir tveggja ára samninga við félagið. Þær eru báðar fæddar 1996 og eru uppaldar hjá KFR en hafa leikið síðustu misseri undir merkjum ÍBV sem er í samstarfi við KFR í yngri flokkum.

Bergrún hefur spilað sex leiki með U17 ára landsliði Íslands og spilaði m.a. í úrslitum Norðurlandamótsins í júlí á þessu ári. Hrafnhildur er örfætt og hefur spilað sjö leiki með u17 ára landsliðinu.