Efnilegar knattspyrnukonur semja við Selfoss

Áslaug Dóra og Anna María ásamt Guðmundi Karli úr meistaraflokksráði kvenna. sunnlenska.is/Alfreð Elías

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Anna María Bergþórsdóttir skrifuðu í síðustu viku undir þriggja ára samninga við knattspyrnudeild Selfoss.

Áslaug Dóra og Anna María eru báðar 15 ára gamlar og stigu sín fyrstu skref í meistaraflokki í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem Anna María lék fjóra leiki og Áslaug Dóra þrjá. Áslaug hefur þar að auki leikið sjö landsleiki með U17 ára landsliði Íslands á þessu ári.

„Þetta eru frábærlega efnilegir leikmenn. Áslaug getur spilað bæði bakvörð og miðvörð og líka á miðjunni en Anna María er meira sóknarþenkjandi. Þær eru búnar að vera viðloðandi meistaraflokk síðasta árið og eru búnar að standa sig vel. Það er ótrúlega ánægjulegt að þær skyldu vilja semja við sitt uppeldisfélag. Þessar stelpur ásamt fleiri, eru framtíðin okkar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

Fyrri greinFögnum saman 100 ára fullveldi!
Næsta greinLítið skorað í Seljaskóla