Efla styrkir fimleika

Verkfræðistofan Efla veitti á dögunum meistaraflokki flmleikadeildar Umf. Selfoss, styrk að upphæð 150 þúsund króna, úr samfélagssjóði fyrirtækisins.

Til sjóðsins var stofnað árið 2013 í tilefni 40 ára afmæli fyrirtækisins. Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða og er hlutverk sjóðsins að veita styrki til verðugra verkefna í samfélaginu. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.

Það var Páll Bjarnason, verkfræðingur á Selfossi og svæðisstjóri Eflu á Suðurlandi sem afhenti þeim Þóru Þórarinsdóttur, formanni deildarinnar og Evu Grímsdóttur, þjálfara, styrkinn við athöfn í fyrirtækinu á dögunum.

Í máli Páls kom fram að starfsemi fimleikadeildarinnar hafi vakið athygli, ekki síst öflugt lið meistaraflokks og vildi fyrirtækið styðja við þá afreksmenn sem þar væri að finna. Þóra Þórarinsdóttir, formaður deildarinnar, þakkaði fyrir styrkinn og sagði hann koma sér vel í þeim verkefnum sem framundan eru.

Fyrri greinHvítasunnusöfnuðurinn gaf leikföng á HSu
Næsta greinNý hæð tekin í gagnið næsta sumar