„Ef við hefðum fengið fimm mínútur í viðbót…“

Kvennalið Selfoss náði í mikilvægt stig í Pepsideildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið sótti Grindavík heim. Þrjú stig hefðu þó verið sanngjarnari uppskera því þær vínrauðu voru mun sterkari aðilinn í rokinu í Grindavík.

„Ég vildi bara vinna þenn­an leik. Ef við hefðum fengið fimm mínútur í viðbót þá hefðum við klárað þetta. Auðvitað skipt­ir hvert stig máli fyr­ir okk­ur en eft­ir að við jöfnuðum feng­um við mjög gott færi. Við erum með gott fót­boltalið og það er bú­inn að vera góður stíg­andi í þessu hjá okk­ur leik eft­ir leik. Það er það sem við erum ánægð með,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Selfyssingar sóttu með vindinn í bakið og gekk illa að skapa sér færi.

Grindvíkingar urðu hins vegar fyrri til að skora þegar Ísabel Almarsdóttir afgreiddi aukaspyrnu langt utan af velli í markið hjá Selfyssingum. Þær vínrauðu gáfust þó ekki upp heldur sóttu án afláts og Alexis Kiehl jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu á 83. mínútu. Selfoss fékk fleiri dauðafæri á lokakaflanum en tókst ekki að tryggja sér stigin þrjú.

Selfoss hefur 4 stig í 6. sæti deildarinnar og Grindavík sömuleiðis 4 stig í 7. sætinu.

Fyrri grein39 ára gamalt HSK met bætt á vinamóti
Næsta greinHamar með fullt hús – Fyrsti sigur KFR