Eden mótið hefst í dag

Í dag hefst Eden mótið í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Hveragerði. Mótið er fjögurra liða æfingamót sem lýkur á sunnudagskvöld.

Fjögur lið eru skráð til leiks en fyrir utan Hamarsmenn mætir Pétur Ingvarsson með Haukana og 1. deildarliðin FSu og Þór Þorlákshöfn taka sömuleiðis þátt.

Leikfyrirkomulag verður þannig að leiknar verða 4×10 mínútur og er gert ráð fyrir að um 30 mínútur verði á milli leikja. Allir spila við alla og fá liðin einn dag á milli leikja til að jafna sig en mótinu lýkur á sunnudag. Ekki verður leikið til úrslita heldur sigrar það lið sem flesta leiki sigrar.

Aðgangur að mótinu er ókeypis og vona Hamarsmenn að sem flestir sjái sér fært að koma í húsið og skemmta sér og öðrum með hrópum og hvatningu.

Dagskrá mótsins

25. ágúst kl. 18:30 Hamar – Fsu
25. ágúst kl. 20:15 Haukar – Þór Þolákshöfn

27. ágúst kl. 18:30 Hamar – Þór Þorlákshöfn
27. ágúst kl. 20:15 Fsu – Haukar

29. ágúst kl. 18:30 Fsu – Þór Þorlákshöfn
29. ágúst kl. 20:15 Hamar – Haukar

Fyrri greinAska fannst í 2.400 km fjarlægð
Næsta greinRáðist gegn villiköttum í Hveragerði