Dýrmæt stig í súginn í Mosfellsbæ

Haukur Þrastarson skoraði 7/1 mörk í kvöld. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfoss tapaði dýrmætum stigum þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu í Olísdeild karla í handbolta í Mosfellbæ í kvöld, 32-31.

Selfyssingar voru sterkari lengst af leiks og leiddu í leikhléi 14-17. Forysta Selfyssinga dugði allt fram í miðjan seinni hálfleikinn en þá jafnaði Afturelding 24-24 og við tóku æsispennandi lokamínútur. Mosfellingar reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum eins marks sigur.

Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 7/1 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Guðni Ingvarsson 4, Hergeir Grímsson 4/2, Magnús Öder Einarsosn 3 og þeir Tryggvi Þórisson og Nökkvi Dan Elliðason skoruðu sitt markið hvor.

Markverðir Selfyssinga náðu sér ekki á strik í kvöld en Sölvi Ólafsson varði 6/1 skot og Einar Baldvin Baldvinsson 2.

Með sigrinum fór Afturelding í toppsæti deildarinnar og hefur 12 stig eins og Haukar. Selfoss er í 4. sæti með 9 stig.

Fyrri greinPissaði á mig fyrir framan Gumma Tóta
Næsta greinÞórsarar sterkir í seinni hálfleik