Dýrmætt stig á útivelli

Selfyssingar náðu í mikilvægt stig í fallbaráttu Inkasso-deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti Víking til Ólafsvíkur.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en stigið lyftir Selfyssingum þó ekki upp úr fallsæti. Liðið hefur nú 12 stig í 11. sæti og fer upp fyrir Magna, sem einnig hefur 12 stig og á leik til góða.

Víkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir með skallamarki eftir hornspyrnu á 32. mínútu. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og Selfyssingar náðu að jafna þegar fimmtán mínútur voru eftir þegar Emir Dokara skallaði knöttinn í eigið net eftir aukaspyrnu Inga Rafns Ingibergssonar.

Heimamenn sóttu mikið í kjölfarið en Selfyssingar áttu líka sín færi og hefðu getað stolið sigrinum.

Næsti leikur liðsins er sex stiga leikur gegn Haukum á heimavelli á laugardaginn.

Fyrri greinMatthías aftur í Selfoss
Næsta greinAnnar sigur KFR í sumar