Dýrleif Nanna bætti héraðsmet í 1.000 m hlaupi

Dýrleif Nanna (nær) ásamt Elínu Karlsdóttur á Vormóti HSK á dögunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, Umf. Selfoss, bætti héraðsmetið 1.000 m hlaupi í flokki 14 ára stúlkna á Origo-móti FH sem haldið var í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær.

Dýrleif Nanna keppti í flokki fullorðinna á mótinu og varð í 9. sæti á 3:41,78 mín. 

Hún bætti sautján ára gamalt met Andreu Ýrar Bragadóttur, Umf. Selfoss um rúmlega eina og hálfa sekúndu.

Fyrri greinGerðu góða ferð austur á land
Næsta greinFjórir Selfyssingar í B-landsliði kvenna