Dregið í riðla í Lengjubikarnum

Í gær var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna í körfubolta. Keppnin hjá konunum hefst þann 9. september en 14. október hjá körlunum.

Hamarskonur eru í A-riðli með Haukum, Snæfelli, Val og Fjölni. Leikin er einföld umferð og fer efsta lið riðilsins í úrslitaleikinn þann 27. september.

Karlalið Þórs er í D-riðli með Njarðvík, ÍR og Val. Hamarsmenn eru í B-riðli með KR, Snæfelli og KFÍ. Leikin er tvöföld umferð og efsta lið hvers riðils fer í undanúrslit eða Final Four.

Fyrsti leikdagur er sunnudagurinn 14. október en úrslitin eða Final Four verða föstudaginn og laugardaginn 23. og 24. nóvember.

Fyrri greinULM-myndir: Sunnudagur
Næsta greinSönghátíð á Klaustri um næstu helgi