Dregið í fyrstu umferð í bikarnum

Í dag var dregið í fyrstu umferð Poweradebikarsins í körfubolta. 32-liða úrslit karla verða leikin um næstu mánaðarmót.

Laugdælir fara í forkeppni þar sem þeir leika gegn Fjölni-B á útivelli. Sigurliðið mætir svo úrvalsdeildarliði KFÍ á heimavelli.

Þór Þorlákshöfn sækir B-lið Stjörnunnar heim, Hamar fær ÍA í heimsókn og FSu tekur á móti Haukum.

Kvennalið Hamars situr hjá í fyrstu umferð en verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.