Dramatík í lokin

Hamar tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu 2. deildar karla þegar liðið lá 2-1 í hörkuleik gegn Völsungi á Húsavík í dag.

Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og komust í 1-0. Hamar tók síðan öll völd á vellinum í seinni hálfleik en útlitið dökknaði heldur þegar Sigurður Þór Reynisson var rekinn af velli á 80. mínútu.

Manni færri héldu Hvergerðingar áfram að sækja og fyrirliðinn Ágúst Örlaugur Magnússon jafnaði leikinn á 90. mínútu. Þar með var ekki öll sagan sögð því Völsungur skoraði strax í næstu sókn og tryggði sér sigurinn.

Þetta var fyrsti sigur Völsunga síðan í maí en þrátt fyrir tapið er Hamar enn í 2. sæti með 18 stig eins og Reynir en Hvergerðingar hafa betra markahlutfall.

Fyrri greinTíu Árborgarar náðu í stig
Næsta greinHafa áhyggjur af málefnum Heilsustofnunar